Það er skrítið að vera komin aftur til Palestínu. Ég áttaði mig strax á því þegar við Yousef komum til Jerúsalem að sá kvíði sem ég bar til ferðarinnar var einungis tengdur fluginu og flugvellinum því mér líður alveg afskaplega vel núna þegar maður kominn.
Við lentum í Tel Aviv í gærmorgun kl. 5:30 og ákváðum að labba saman gegnum vegabréfseftirlitið í von um að það yrði auðveldara fyrir okkur að komast í gegn. En svo reyndist ekki. Ég afhenti stúlkunni, sem var örugglega tæplega tvítug, vegabréfið mitt og sagðist ætla að ferðast um Ísrael, Jórdaníu og Egyptaland og hún tók því vel. Svo spurði hún Yousef hvað hann ætlaði sér að gera í ríki Ísraelsmanna en þegar hann sagðist ætla heimsækja ættingja í Jerúsalem hugsaði hún sig um í nokkrar sekúndur og ákvað svo að hleypa mér í gegn en halda Yousef eftir.
Það tók ættingja Yousefs ekki langan tíma að hafa upp á mér á flugvellinum þar sem ég var ein ráfandi um flugvöllin. Þau tóku mér fagnandi og við tók endalaus bið eftir að Yousef yrði hleypt í gegn. Hann náði að láta mig vita öðru hvoru með sms-um hvernig málin stæðu og svo loks eftir 5 klukkutíma "öryggiseftirlit" kom hann loks. Ættingjar Yousefs keyrðu okkur heim til þeirra í Jerúsalem þar sem okkar beið langþráður morgunmatur að hætti heimamanna, brauð, hummus, falafel, egg og grænmeti.
Eftir morgunmat lögðum við okkur í nokkrar klukkustundir áður en við fengum kvöldmat. Eftir mat keyrðum við í mini útsýnisferð um Jerúsalem og fórum svo heim til föðursystur Yousefs og frænda hans, skiluðum dótinu okkar og kíktum með frændanum og vinkonu hans á kaffihús.
Í dag kíktum við Yousef aðeins inn í gömlu borgina en tókum svo rútu til Betlehem. Þar sem við höfðum bæði komið þangað áður nenntum við ekki að skoða kirkjurnar og allt það þannig að við röltum bara um borgina. Við sáum háskólann í Betlehem, UNWRA og fleiri áhugavert. Það reyndist okkur ekkert sérstaklega erfitt að komast gegnum check point-ið enda mjög vinsæll ferðamannastaður. Frá því að ég kom síðast 2005 hafa Ísraelar klárað byggingu múrsins umhverfis Betlehem og sett upp alveg heljarinnar varstöð við innganginn í borgina. Það er risastórt járnhlið á múrnum sem hægt er að loka hvenær sem er og þannig loka íbúa Betlehem inni hvenær sem ástæða þykir til. Það fáranlegast af öllu var risa plakat við hliðina á járnhliðinu sem á stendur "Peace be with you".
Svo í kvöld fórum við með frændanum og vinkonu hans til Tel Aviv eða Tel Rabia á ströndina, drukkum bjór og slökuðum á. Það var mjög gaman að keyra þangað en frændinn keyrði á 160 km/klst með opna glugga og palestínsk tónlist á hæstu stillingu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hehe, vúúúhúú, frábært, ég samgleðst þér svo innilega að vera komin!!! ég vil fleiri myndir næst;) Geturu sett inn skypið? Ég sakna þín á íslandi en væri líka bara til í að hafa farið með þér. Farðu vel með þig.
Knús knús
Hrafnhildur
..en friðarmúrinn, sammála þér:/
æji elska gott að heyra að ferðalagið hafi gengið vel þó Yousef hafi átt í pínu erfiðleikum...gott að þér líði vel og svona. Ég segi eins og hrafnhildur ég vil sjá fleiri myndir ;)...jæja farðu nú vel með þig elska... hlakka til að lesa meira...kveðja frá landinu norður í Atlandshafi :)...
Sæl Anna mín, flott hjá þér allt saman.
Gangi þér vel,
Dúi frændi
Post a Comment