Wednesday, July 30, 2008

Nilin

Frétt af Maannews.net:

17-year-old shot by Israeli forces in coma
Date: 31 / 07 / 2008 Time: 09:26

Bethlehem - Ma'an – 17-year-old, Yousef Ahmad Amira was put into a coma on Wednesday evening after being shot twice in the head by Israeli soldiers in Ni'lin to the West of Ramallah, medical sources told Ma'an.

Eyewitnesses said Amira was shot twice from close range by Israeli forces during a curfew imposed on the town on Tuesday after ten-year-old, Ahmad Husam Yousif Musa, was shot and killed.

Aiman Nafe', Mayor of Ni'lin said that six other young men were shot after Israeli forces increased their numbers at the entrance of the village before throwing sound bombs and tear gas grenades and opening fire randomly at civilians houses.

Amira was rushed to Ramallah hospital intensive care ward where he is said to be in a critical condition.

There have been regular demonstrations in Ni'lin against the building of the sepraration wall near the village, which will confiscate residents' land. These protests have made Ni'lin a target for Israeli forces actions, which have seen many injured and one killed.

Tuesday, July 22, 2008

Tulkerem, Nablus og Beit Dejan

Múrinn milli Tulkerem og Ísraels

Á laugardaginn fórum við Shana með Abe að heimsækja bernskuslóðir Abes og hittum ættingja sem hann á þar ennþá. Abe er fæddur og uppalinn í Tulkarem ásamt 11 systkinum, en þangað fluttu foreldrar hans, ásamt ömmu hans og afa, frá Nablus í kringum 1930. Abe yfirgaf Tulkarem árið 1953 og hélt til Túnis þar sem hann vann sér inn pening til þess að geta stundað nám í Bandaríkjunum. Hann sagði mér frá því að þegar hann kom til Bandaríkjanna átti hann 150 dali og föt til skiptanna. Eftir að hann lauk prófi í verkfræði giftist hann og eignaðist þrjú börn. Abe snéri ekki aftur til Palestínu fyrr en 50 árum síðar, árið 2004, þá tæplega sjötugur.

Fjölskylda Abes bjó áfram í Tulkarem allt fram til 1967, þegar sex daga stríðið braust út. Þar sem Tulkarem er við “landamæri” Ísraels og Palestínu flúðu þau til þorps rétt vestan við Tulkarem þar sem þau hugsuðu sér að vera á meðan átökin stæðu yfir. Nokkrum dögum seinna komu ísraelskar rútur til þorpsins og öllum íbúunum var gert að fara um borð. Rúturnar keyrðu svo fólkið að austurbakka Jórdanár. Abe sagði mér frá því hvernig fólkið, þar á meðal amma hans á áttræðisaldri, þurfti að koma sér fótgangandi til næsta bæjar í Jórdaníu. Ferðin tók tæpan sólarhring.
Nú býr fjölskylda Abes í Jórdaníu, Saudi Arabiu, Túnis, Bandaríkjunum og Egyptalandi. Hann orðaði það svo að Palestínumenn væru gyðingar 21. aldarinnar.

Konurnar í Beit Dejan

Við Tharwa fórum til Beit Dejan í gær að kenna síðasta skyndihjálparnámskeiðið! Og ekkert vesen á check-pointinu! Og ég er loksins búin að skila af mér efninu í handbókina. Það er ákveðinn léttir, en um leið er það endir á áhugaverðu tímabili sem hefur verið afskaplega gefandi. Burt séð frá því að hafa kynnst frábærum konum í Beit Dejan þá hef ég lært margt nýtt og rifjað upp gamalt. Í gær talaði ég við konurnar um fósturþroska og stiklaði þar á stóru enda tæki það heila önn að fara náið út í fósturfræðina. Konurnar, sem allar eiga helling af börnum, spurðu mig spjörunum úr; um hjartagalla, brjóstsviða á meðgöngu, þroskaskerðingu í kjölfar erfiðrar fæðingar, samvexti í legi, getnaðarvarnir, keisaraskurði og svo mætti lengi telja. Ég svaraði af bestu getu og ég lofsöng Guðrúnu Péturs í huganum.

Það hafði greinilega spurst út í þorpinu að við værum að fara að tala um meðgöngu og fæðingu því það var met aðsókn, venjulega mæta á bilinu 15-20 konur en í þetta skiptið mættu um 40 konur. Vegna fjöldans skapaðist svolítil ringulreið á köflum þannig að við þurftum að banka reglulega í borðið og biðja konurnar um að bíða með spurningar þangað til í lok hvers hluta. Eftir meðgönguhlutann töluðum við svo um fæðingu, hvernig hún skiptist í þrjú stig og hvernig skyndihjálpari á að bregðast við ef hann þarf að aðstoða við fæðingu. Eftir tímann komu sumar konurnar til okkar og spurðu enn frekar um hinar og þessar aðstæður sem þær, eða einhver nákomin þeim hefur upplifað. Síðasta spurningin var svo hvenær næsta skyndihjálparnámskeiðið yrði☺

Enskutíminn í Beit Dejan

Strax á eftir skyndihjálpina var ég svo með enskutíma í kvennamiðstöðinni að vanda og við lærðum um sögnina “to do” og konurnar í bekknum unnu útfyllingarverkefni sem ég hafði undirbúið daginn áður. Ein í bekknum er enskukennari og þegar hún er að gera villur og ég leiðrétti byrjar hún að tala um öll málfræðiheitin; “oh yeah definitive article in present simple”. Ég segi bara “aha” því ég hef ekki hugmynd um hvað hún er að fara. En það er bara gaman að vera í kringum konurnar og sjá hvað þær eru áhugasamar að læra eitthvað nýtt.

Krakkarnir í enskutímanum mínum upp í Project Hope

Þegar við komum svo aftur til Nablus fengum við Tharwa okkur að borða og ég fór með henni í bankann. Ég hafði svo rúman hálftíma til að slaka á upp á skrifstofu þangað til ég átti að kenna næsta tíma. Í þeim enskutíma töluðum við um hin ýmsu lönd en ég hafði sótt upplýsingar á wikipedia og prentað út. Krakkarnir lesa hver um sig um eitt land og svo fá allir tækifæri á því að segja það sem þeir vita um umrætt land. Ég hafði svo lofað Nagham, einni konunni úr bekknum, að fara saman á Jasmin að borða. Hún sagði mér söguna af því hvernig hún og maðurinn hennar, sem er gjaldkeri Jasmin og Project Hope, kynntust og sýndi mér myndir af sér frá því hún var yngri.

Um kvöldið fór ég svo að hitta Gunna og franska meðleigandann hans og við fórum í almenningsgarðinn. Þar hittum við fyrir Project Hope sjálfboðaliðana eins og þeir leggja sig, en um þessar mundir eru um 25 alþjóðlegir sjálfboðaliðar. Við hengum þar til ellefu um kvöldið að drekka svaladrykki og reykja nargilu.

Mánudagar eru góðir, á mánudögum get ég sofið út, á mánudögum kenni ég bara einn tíma og á mánudögum er sameiginlegur kvöldmatur meðal sjálfboðaliðanna. Ég svaf til hálf ellefu, tók servís niður að Dawar og fékk mér minn daglega ávaxtakokteil. Tók því rólega, hitti Fateen og rölti um bæinn.
Hitti svo PYALARA hópinn minn kl. 14 þar sem við ræddum um ferðalög og draumaáfangastaði. Ein stelpan stakk upp á því umræðuefni. Hana langaði mest til Ísraels, sjá Haifa sem hún hefur heyrt að sé falleg og hitta fyrir Ísraela því hana langar að skilja af hverju framferði ísraelskra yfirvalda gagnvart Palestínumönnum er liðið. En staðreyndin er sú að hún má og getur ekki farið þangað, sérstaklega þar sem hún er frá Nablus. Í lok tímans þurfti ég svo að segja krökkunum að nokkrir tímar munu falla niður næstu viku vegna þess að ég sé að fara að ferðast til Jórdaníu og Egyptalands. Þau samglöddust mér þó öll og óskuðu mér góðrar ferðar. Mér fannst erfitt að “glenna” ferðafrelsinu mínu framan í þau. Þessir ungmenni hafa ekkert unnið sér til sakar.

Friday, July 18, 2008

Daglega lífið í Nablus

Nú er farið að líða á seinni hluta verunnar hér í Nablus og tilfinningarnar eru blendnar. Sum kvöld hugleiði ég hvernig ég get frestað heimför en önnur langar mig sárlega að komast heim til Íslands.

Það hefur verið nóg að gera hjá mér alla virka daga svo ég get ekki kvartað undan aðgerðarleysi. Á sunnudögum er ég með skyndihjálparnámskeið og enskutíma í Beit Dejan frá 10 til 13. Til að komast til Beit Dejan, sem er í um 10 km fjarlægð frá Nablus, þarf maður að fara í gegnum check-point. Ástæðan er sú að það liggur landnemavegur þvert á milli Nablus og þorpanna í kringum borgina. Almennt gildir að þeir sem eru ekki íbúar í Beit Dejan og Beit Furik mega ekki fara gegnum þetta check-point. Það hefur því verið allt annað en auðvelt að komast þar í gegn til að sinna kennslunni því ég þarf að hafa með mér palestínskan sjálfboðaliða til að túlka fyrir mig skyndihjálpina.

Beit Dejan check-point

Við þurfum því að leggja af stað ekki seinna en 9 á morgnana til þess að vera viss um að vera komin til Beit Dejan á réttum tíma. Undantekningalaust hafa hermennirnir gert okkur erfitt að komast í gegn. Aðtburðarásin er yfirleitt svona:
Við bíðum þangað til járn-snúningshurðin er opnuð með rafrænum hnappi, það getur tekið frá nokkrum sekúndum upp í hálftíma Við löbbum gegnum snúningshurðina að kofanum þar sem hermennirnir eru. Flestir þeirra eru í kringum 20 ára, hlusta á útvarpið og narta í brauð og hummus. Þegar þeir sjá okkur glotta þeir og spyrja um vegabréf. Hjartað mitt slær á fullu, ekki af hræðslu heldur vegna óréttlætisins. Ég rétti þeim vegabréfið gegnum 10 cm breiða rauf, þau skoða það og spyrja svo á bjagaðri ensku hvaðan ég sé. Oftast bendi ég þeim á að lesa framan á vegabréfið enda stendur þar skýrum stöfum hvaðan ég sé. Næst spyrja hermennirnir hvað ég sé að gera í Nablus og hvað ég vilji til Beit Dejan. Ég segist dveljast í Nablus og sé að vinna þar fyrir Project Hope (ekki það að það sé ekki augljóst þar sem við klæðumst vel merktum vestum frá samtökunum). Svo er það palestínski sjálfboðaliðinn. Hvað er hann að vilja? Þau biðja hann um að framvísa persónuskilríki en þegar þau sjá að hann er frá Nablus segja þau að hann megi ekki fara í gegn. Ég spyr af hverju og svarið er af því að hann er frá Nablus. Ég spyr af hverju það sé og fæ engin svör. Þau endurtaka að hann megi ekki fara í gegn. Þá segist ég fara hér í gegn í hverri viku og ég þurfi að hafa með mér túlk. Þá ná þau í einhvern sem er hærra settur og yfirheyrslan er endurtekin. Hermaðurinn sem er hærra settur kallar einhvað í talstöðina og eftir 10 mínútur gefur hann okkur leyfi til að fara í gegn, enda vita yfirmenn hersins vel hver við erum. Við löbbum af stað gegnum aðra járn-snúningshurð og höldum af stað til Beit Dejan.

Konurnar að æfa vafninga

Burt séð frá check-pointinu er búið að vera rosalega gaman að kenna skyndihjálpina í Beit Dejan og konurnar eru með eindæmum áhugasamar. Næsta sunnudag verður síðasta námskeiðið og þá munum við tala um meðgöngu, fæðingu og fóturmissi. Það verður eflaust áhugavert að tala við konur sem flestar eiga fleiri en 10 börn um meðgöngu og fæðingu.

Á tröppunum fyrir utan skrifstofu Project Hope

Þegar ég kem svo til baka til Nablus frá Beit Dejan kenni ég enskutíma á skrifstofu Project Hope. Þann tíma kenni ég þrisvar í viku; á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá 15 til 16. Bekkurninn samanstendur af 3 stelpum og 15 strákum. Flest þeirra eru háskólanemar á aldrinum 19 til 22 ára og koma í enskutímana beint eftir tíma í háskólanum. Í Nablus er fátt annað að gera en að fara beint í háskóla því þá opnast mögulega dyr út úr Nablus, einhvert annað í framhaldsnám. Litlar líkur eru þó á því að fá vinnu við sína sérhæfingu við námslok. Sem dæmi þekki ég sálfræðing sem er í palestínsku löggunni og hef hitt húsmóður og leigubílsstjóra með verkfræðimenntun. Við tölum um allt milli himins og jarðar í enskutímunum; pólitík, landafræði, fjölskyldu, trú, hetjur, sögu o.s.frv. Í flestum tilfellum er ég búin að undirbúa tímana fyrirfram en oftar en ekki förum við út fyrir áætluð viðfangsefni. Nemendurnir eru alveg afskaplega fróðleiksfúsir og metnaðarfullir. Sumir auðvitað meira en aðrir☺

Project Hope sjálfboðaliðar

Á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum hitti ég svo PYALARA hópinn minn í félagsmiðstöð þeirra og kenni ensku frá 14 til 15 eða 16. Þar er meirihluti nemendanna stelpur og eru á aldrinum 19-27 ára. Hópurinn er rosalega virkur og meðvitaður um hernámið og þau hafa gefið mér verðmæta innsýn í hugarheim ungs fólks á Vesturbakkanum. Ég hef eignast tvær góðar vinkonur þar, Malak og Isra, sem báðar eru 20 ára. Við förum saman eftir mánudags- og miðvikudagstímana, kaupum ís og setjumst saman í almenningsgarðinn. Malak er stelpa sem býr í þorpi rétt fyrir utan Nablus sem heimir Salem. Hún er að læra stærðfræði í háskólanum en dreymir um að vera listamaður. Hún teiknað alveg ótrúlegar myndir og hefur sérstakan áhuga á teikna myndir í japönskum teiknimyndastíl. Fjölskyldan hennar flutti aftur til Palestínu í fyrra eftir 17 ára dvöl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún bauð mér í heimsókn til sín á miðvikudaginn eftir tíma og ég sló til. Öll ættin hennar býr í Salem og búa skammt frá öðru í þorpinu. Ég fékk uppáhalds palestínska matinn minn, enda hafði Malak spurt mig fyrirfram. Fjölskyldan hennar, foreldrar, systur og bræður, tók vel á móti mér og allir voða forvitnir hvernig stæði á því að ég væri í Palestínu og hvernig mér líkaði. Að sjálfsögðu var boðið upp á te og með því eftir matinn en þá fór að streyma að ættingjar Malak og þau voru öll að tala um það hversu lík ég væri tyrkneskum sápuóperuleikara. Ég komst svo að því að sá leikari er ljóshærður og bláeygður karlmaður. Við Malak og nokkrir krakkar löbbuðum upp fjallið við útjaðar þorpsins og nutum útsýnisins yfir þorpið. Útsýnið í hina áttina var svo yfir fyrrnefnda landnemabyggð. Eftir að við komum niður í þorpið aftur teiknaði eldri systir Malak henna á hendina á mér. Þau vildu öll að ég myndi gista hjá þeim en ég afþakkaði pent enda virkur dagur daginn eftir og nóg að gera.

Á þriðjudögum og fimmtudögum er ég svo með enskutíma fyrir byrjendur í húsnæði frönsku menningarmiðstöðvarinnar frá 15 til 16. Þar er fólk á ýmsum aldri, frá 18 og upp úr. Fyrir mér er það erfiðasti tíminn vegna þess að fæstir eru færir um að mynda setningar á ensku nema að fá smá tíma til að undirbúa sig. Svo er málfræði kunnátta mín ekki upp á marga fiskana, hvað þetta allt heitir og reglurnar.

Tónleikar í háskólanum

Ég vakna oftast um 9 og tek servís niður að Dawar, sem er aðaltorgið í Nablus, þar sem ég kaupi mér ávaxtakoteil. Þaðan labba ég svo um 20 mínútna leið upp á skrifstofu með viðkomu í sjoppu og kaupi kók. Upp á skrifstofu hefst ég svo handa við að undirbúa tíma dagsins auk þess að vinna í skyndihjálparbæklingnum, sem er við það að vera tilbúinn í prent. Anas, palestínskur háskólanemi og sjálboðaliði hjá Project Hope, er búinn að þýða megnið af honum og Tharwa, skipuleggjandi enskutímanna, er þessa dagana að fara yfir þýðinguna. Svo er Ciora, írskur sjálboðaliði, að teikna myndir fyrir bæklinginn. Eftir vinnu er ýmist sjálboðaliðamatur, sjálboðaliðafundur, tóleikar, heimatilbúinn matur frá Fino eða heimboð. Ég er oftast komin heim um 22 á kvöldin og þá hefur maður rétt tíma til að fara í sturtu og svo að sofa.

Í íbúðinni minni

Ég er að vonast til að allt verði tilbúið fyrir prentun í næstu viku áður en ég fer til Amman, en þangað er ég að fara ásamt Gunnari, Cioru, Rozinu og Shanu 24. júli. Eftir að ég kem til baka, þann 28, langar mig að heimsækja öll þorpin þar sem ég kenndi skyndihjálp og afhenta bæklinga og viðurkenningarkjöl. Þess má geta að Félagið Ísland-Palestína hefur samþykkt að styrkja útgáfu bæklingsisns. Svo erum við Abe að spá í að fara til Egyptalands í byrjun ágúst og vera í viku og koma svo aftur til Nablus, sækja dótið okkar og kveðja. Hann flýgur heim 12 og ég 18, þannig að ég er að spá í að eyða síðustu dögunum í Haifa í afslöppun.

Jæja, þetta er alla vega planið eins og stendur fram að heimför. Mér finnst vera svo stuttur tíma þangað til ég kem.

Sunday, July 13, 2008

Visir.is: Ísraelar og Palestínumenn aldrei jafn nærri friði

Úr frétt á maannews.net:

Nablus shopping mall

"For four consecutive days Israeli troops have targeted institutions, such as media outlets, medical centres, governmental centres and schools in the city, claiming they are Hamas-affiliated and are "funding terrorist activities." A shopping mall in the city centre, containing 50 shops and businesses has also been closed down a the Israeli authorities claim head of the mall's administration, Adli Yayish, is affiliated to Hamas.

Fatah issued a statement, condemning the ongoing Israeli attacks in Nablus, saying they were " an attempt to tear down the infrastructure of life in Nablus."

They called on the international community to take a stand against such Israeli practices."

Mig langar að vita hvað er meint með friði.

Wednesday, July 9, 2008

Hefnd og hóprefsing

Ég hef verið að hugsa um hefnd. Maður heyrir um hefndir einstaklinga og hryðjuverkasamtaka, en mér finnst undarlegt hvernig ríkisstjórn ríkis, sem á að vera lýðræðisríki að vestrænni fyrirmynd, geti hefnt sín á lögbrotum eigin ríkisborgara og þá sérstaklega gegn fjölskyldum þeirra sem lögbrotin fremja. Án afskipta.
Utanríkisráðherra Ísraels hefur gefið út fyrirmæli um að jafna eigi hús tveggja hryðjuverkamanna við jörðu. Það virðist engu máli skipta að í húsinu búa aðrir 20 saklausir borgarar. Þessar hefndaraðgerðir ríkisstjórnar Ísraels virðast vera eðlilegar í augum margra sem búa í Ísrael en í mínum augum eru þær svo kolrangar að ég á erfitt með mig.

Frétt tekin af vefsíðu Jerusalem post:

Defense Minister Ehud Barak on Friday instructed the IDF to begin the process of issuing demolition orders against the homes of Ala Abu Dhaim of Jebl Mukaber - who killed eight religious seminary students in March - and Husam Taysir Dwayat of Sur Bahir, who killed three Israelis on Wednesday.

On Thursday, Attorney-General Menahem Mazuz had informed the government that according to the law, Israel may demolish terrorists' homes within areas of Israeli sovereignty, but doing so could raise "significant legal problems."

Meanwhile, Olmert on Thursday called for more severe punishment of Israeli citizens involved in terror attacks.

"If we need to demolish houses, we'll demolish houses, and if we need to revoke benefits, we'll do that," he said, speaking at the Israeli Democracy Institute's Caesarea conference in Eilat.

"Yesterday's terror attack in Jerusalem was a type we haven't experienced in the past," he continued.

"It was an attack carried out against Israel from within Israel, by someone from the Israeli side of the barrier."

Mér finnst áhugavert að sjá hverjir fá nafnbótina "hryðjuverkamaður" og hverjir ekki. Maðurinn sem ók jarðýtunni og drap þrjá Ísraela er kallaður hryðjuverkamaður á meðan er litið framhjá árásum landnema á saklaust fólk í þorpum víðsvegar á Vesturbakkanum.

Heimsókn til Susya þar sem árásir landnema eru tíðar

Olmert kallar eftir þyngri refsingu Ísraelskra ríkisborgara sem eru viðriðnir hryðjuverkaárásir, en þar sem árásir landnema flokkast ekki undir hryðjuverkaárásir þá á yfirlýsingin eflaust ekki við um þá.

"It was an attack carried out against Israel from within Israel, by someone from the Israeli side of the barrier." segir Olmert.

Árás innan "öryggisgirðingarinnar".

Eins og aðskilnaðarmúrinn sé að skila einhverjum árangri yfir höfuð. Ísraelar gefa í skyn að árásum á Ísraelsríki hafi fækkað vegna tilkomu múrsins en það er einfaldlega ekki satt.

Hver sá sem vill getur komist til Ísraels ef hann vill það. Ef við tökum Nablus sem dæmi. Aðal check-pointið út úr borginni er Huwarra. Þar á að fara fram eins konar öryggiseftirlit sem er í raun ekkert annað en áreiti á saklausa borgara. Haldiði að hryðjuverkamaður fari í gegnum check-point? Ef hryðjuverkamaður vill koma sér frá Nablus þarf hann bara að keyra hring í kringum check-pointið, sem tekur reyndar klukkutíma lengur, en ég get ekki ímyndað mér að hryðjuverkamaður hætti við árás vegna þess að hann nenni ekki að keyra í klukkustund lengur. Það sama á við um hluta múrsins og önnur check-point.

Ástæðan fyrir fækkun árása á Ísrael er sú að palestínskar öryggissveitir og lögregla hafa aðstoðað Ísraelsstjórn við það að halda niðri allri andspyrnu í Nablus.

Svo var Ehud Barak að banna starfsemi 36 alþjóðlegra óháðra samtaka sem starfa á herteknum svæðum Palestínu.

Hvaða snjallræði dettur þeim næst í hug, og hver skyldi afsökunin vera?

Tuesday, July 8, 2008

Litill svefnfridur i Nablus sl. nott

Israeli army shuts down six Hamas-affiliated associations in Nablus
Date: 08 / 07 / 2008 Time: 11:30

Nablus – Ma'an - Israeli army closed six Hamas-affilated associations in Nablus on Tuesday, confiscating documents and equipment as part of an Israeli crackdown on Islamic charities in the West Bank.

Palestinian security sources told Ma'an's correspondent that more than 120 Israeli military vehicles stormed Nablus on Monday night and raided a number of Palestinian associations in the city.

Israel claims the six associations have been financing the activities of "terrorist" organizations over the past two years. They are the Nafha Association for Prisoners' Affairs, the Islamic Union Association, The Scientific Medical Association, the Yazur Association in the Balata refugee camp and the Al-Basmah Association at the the 'Askar refugee camp, as well as storming the Al-Huda mosque in the 'Askar refugee camp.

Eyewitnesses confirmed that the Israeli army also stormed the Nablus Mall, confiscating documents related to funding projects as well as computers and cameras.

The Nablus Mall has 50 shops and offices, including the Al-Itiman company, which has a capital of 4 million Jordanian Dinars (5.64 million US dollars). Israel says this company funds Hamas and 'encourages terrorism.' The head of the Mall administration Adli Yayish has been in Israeli custody for a year and a half, accused of being affiliated to Hamas.

The Israeli army commander in Nablus issued an order that anyone who now enters the Nablus Mall will be imprisoned for five years. The order will come into effect on August 15.

The Israeli army issued a statement transferring the ownership of the Nablus Mall to the Israeli authorities from August 18.

Ziad 'Anbatawi a member in the administration of the Nablus Mall told Ma'an that the order is illegal and that legal procedures will be followed to overturn the decision.

"The Nablus Mall will be open to everyone as usual starting from Tuesday morning," 'Anbatawi added.

Israel's legal authorities have recently approved such raids on Hamas-affiliated Islamic charities in the West Bank, in a bid to curb Hamas' rising popularity. Israeli Forces have been carrying out similar raids in the Hebron, Qalqilyah and Ramallah areas since the beginning of the year, but the legal sanction means the campaign will now be expanded to other parts of the West Bank.

On Monday Israeli forces closed four Hamas-affiliated charities in Nablus, confiscating computers and cash. Israeli authorities claimed the charities were part of Hamas' infrastructure in Nablus, and that was the reason they were shut down.