Wednesday, July 9, 2008

Hefnd og hóprefsing

Ég hef verið að hugsa um hefnd. Maður heyrir um hefndir einstaklinga og hryðjuverkasamtaka, en mér finnst undarlegt hvernig ríkisstjórn ríkis, sem á að vera lýðræðisríki að vestrænni fyrirmynd, geti hefnt sín á lögbrotum eigin ríkisborgara og þá sérstaklega gegn fjölskyldum þeirra sem lögbrotin fremja. Án afskipta.
Utanríkisráðherra Ísraels hefur gefið út fyrirmæli um að jafna eigi hús tveggja hryðjuverkamanna við jörðu. Það virðist engu máli skipta að í húsinu búa aðrir 20 saklausir borgarar. Þessar hefndaraðgerðir ríkisstjórnar Ísraels virðast vera eðlilegar í augum margra sem búa í Ísrael en í mínum augum eru þær svo kolrangar að ég á erfitt með mig.

Frétt tekin af vefsíðu Jerusalem post:

Defense Minister Ehud Barak on Friday instructed the IDF to begin the process of issuing demolition orders against the homes of Ala Abu Dhaim of Jebl Mukaber - who killed eight religious seminary students in March - and Husam Taysir Dwayat of Sur Bahir, who killed three Israelis on Wednesday.

On Thursday, Attorney-General Menahem Mazuz had informed the government that according to the law, Israel may demolish terrorists' homes within areas of Israeli sovereignty, but doing so could raise "significant legal problems."

Meanwhile, Olmert on Thursday called for more severe punishment of Israeli citizens involved in terror attacks.

"If we need to demolish houses, we'll demolish houses, and if we need to revoke benefits, we'll do that," he said, speaking at the Israeli Democracy Institute's Caesarea conference in Eilat.

"Yesterday's terror attack in Jerusalem was a type we haven't experienced in the past," he continued.

"It was an attack carried out against Israel from within Israel, by someone from the Israeli side of the barrier."

Mér finnst áhugavert að sjá hverjir fá nafnbótina "hryðjuverkamaður" og hverjir ekki. Maðurinn sem ók jarðýtunni og drap þrjá Ísraela er kallaður hryðjuverkamaður á meðan er litið framhjá árásum landnema á saklaust fólk í þorpum víðsvegar á Vesturbakkanum.

Heimsókn til Susya þar sem árásir landnema eru tíðar

Olmert kallar eftir þyngri refsingu Ísraelskra ríkisborgara sem eru viðriðnir hryðjuverkaárásir, en þar sem árásir landnema flokkast ekki undir hryðjuverkaárásir þá á yfirlýsingin eflaust ekki við um þá.

"It was an attack carried out against Israel from within Israel, by someone from the Israeli side of the barrier." segir Olmert.

Árás innan "öryggisgirðingarinnar".

Eins og aðskilnaðarmúrinn sé að skila einhverjum árangri yfir höfuð. Ísraelar gefa í skyn að árásum á Ísraelsríki hafi fækkað vegna tilkomu múrsins en það er einfaldlega ekki satt.

Hver sá sem vill getur komist til Ísraels ef hann vill það. Ef við tökum Nablus sem dæmi. Aðal check-pointið út úr borginni er Huwarra. Þar á að fara fram eins konar öryggiseftirlit sem er í raun ekkert annað en áreiti á saklausa borgara. Haldiði að hryðjuverkamaður fari í gegnum check-point? Ef hryðjuverkamaður vill koma sér frá Nablus þarf hann bara að keyra hring í kringum check-pointið, sem tekur reyndar klukkutíma lengur, en ég get ekki ímyndað mér að hryðjuverkamaður hætti við árás vegna þess að hann nenni ekki að keyra í klukkustund lengur. Það sama á við um hluta múrsins og önnur check-point.

Ástæðan fyrir fækkun árása á Ísrael er sú að palestínskar öryggissveitir og lögregla hafa aðstoðað Ísraelsstjórn við það að halda niðri allri andspyrnu í Nablus.

Svo var Ehud Barak að banna starfsemi 36 alþjóðlegra óháðra samtaka sem starfa á herteknum svæðum Palestínu.

Hvaða snjallræði dettur þeim næst í hug, og hver skyldi afsökunin vera?

No comments: