Saturday, June 14, 2008
Það má finna allt í Palestínu
Ungur Palestínumaður sagði við mig um daginn að það mætti finna allt í Palestínu. Ég er smám saman að átta mig á því að það hljóti að vera satt. Maður er alltaf að sjá eitthvað sem maður gerir ekki ráð fyrir að finna hér. Til dæmis var ég frá mér numin þegar ég heimsótti nýja Najah háskólann hérna í Nablus sem minnir helst á geimvísindastöð innan í gríðarstóru musteri.
Ég var líka frekar hissa í Ramallah á fimmtudagskvöldið þegar ég fór á útiskemmtistað. Hef sjaldan séð eins fallegan stað. Gengið var niður steinstöppur, sem liggja innan um stór pálmatré, jurtir og blóm, til þess að komast að skemmtistaðnum sem var, eins og við mátti búast, í útjaðri Ramallah. Skemmtistaðurinn var í afskekktum dal og umkringdur trjám. Þarna var bar, bál, dansgólf, hlaðborð, sundlaug og fullt af fólki, palestínsku og alþjóðlegu. Já það var sundlaug sem kallar og konur máttu fara í saman. Ég fékk nú bara smá menningarsjokk á því að vera þarna. Í Nablus get ég ekki einu sinni sest með strákunum á venjulegt kaffihús.
Maður getur nú bara ímyndað sér að Reykjavík væri Nablus og Keflavík væri Ramallah. Fjarlægðin er nú ekki meira en það.
Á föstudaginn fór ég með Abe til Tel Aviv að sækja frænda hans. Íslensk, ljóshærð og ung kona í framsætinu á hvítu rúgbrauði við hliðina á tvífara Osama bin Laden og fjórir arabískir, miðaldra karlmenn aftur í. Ísraelsku hermönnunum á check point-unum fannst þetta skrítin vinahópur.
En hey, það má finna allt í Palestínu!
P.S. Tékkið á þessummyndum af okkur og þorpskonum á skyndihjálparnámskeiði á heimasíðu sem er tengd SÞ.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
nei vá hvað ég verð öfundsjúk að sjá þessar myndir - tekur þig vel út kafnandi btw;) og flott outfit, svona indiana jones palestínuföt, alveg að falla inn í aðstæður, knús
takk fyrir spjallið - heyrumst fljótt aftur
Þetta er svakalegt. Ef get eitthvað gert fyrir þig Anna mín, just hollah!
Æx Bró
Hæ hjartað mitt. Það er svo gaman að fylgjast með þér og ævintýrunum þínum. Ég er svo stolt af þér, dugnaður og þor út í eitt.
Gangi þér áfram vel og farðu varlega fyrir mig.
Kveðja,
Björg
Heil og sæl, gaman að lesa bloggin þín. Það verður spennandi að fylgjast með ykkur. Vonandi að maður nái að hitt á ykkur sem verðið þarna úti þegar ég kem.
Miiiin mynd ... miiiiiiiin mynd! :P
Post a Comment