Thursday, June 5, 2008

Þorpin milli landnemabyggða

Ung hjón frá litlu þorpi áttu von á sínu fyrsta barni. Barnið fæðist fyrir tímann og það er lítið og veikburða. Barnið þarf að komast á spítala og það fljótt. Það er enginn spítali í þorpinu þannig að hjónin þurfa að fara með sjúkrabíl til stórborgarinnar sem er 15 km frá þorpinu. Við útjaðar þorpsins hefur hins vegar verið settur upp vegatálmi og þar situr hópur ungra hermanna sem stjórnar umferð inn og út úr bænum. Sjúkrabílinn er stoppaður við vegatálmann og öllum sem í honum eru skipað að yfirgefa hann og skilja barnið eftir. Tveir hermenn fara inn í sjúkrabílinn og yfirfara hann hátt og lágt á meðan að aðrir tveir hermenn yfirheyra hjónin og sjúkraflutningamanninn. Þau segja hermönnunum að ástandið sé alvarlegt og að hið nýfædda barn verði að komast undir læknishendur undir eins. Þau eru látin bíða á meðan að einn hermannanna fer að athuga skilríki þeirra gegnum talstöð. Það fylgdi ekki sögunni hvað þau biðu nákvæmlega lengi, en þegar hjónunum var leyft að fara aftur inn í sjúkrabílinn var búið að rífa upp úr öllum töskunum þeirra, barnaföt og bleyjur út um allt og barnið hafði yfirgefið dáið.

Þessa sögu heyrði ég frá konu í litlu þorpi þar sem við vorum að kenna skyndihjálp í dag. Þorpið er oft notað til æfingar fyrir Ísraelska herinn, landslagið hentar víst vel til æfinga. Fólkið í bænum er beðið um að halda sig inni á meðan. Vegurinn sem liggur að þorpinu er nýmalbikaður eftir að gamli vegurinn var hernuminn og er hann nú eingöngu ætlaður ísraelskum landnemum.

Ég er farin í helgarfrí, ætla með strákunum til Ramallah og Hebron. Góða helgi.

2 comments:

krummaloa said...

hæ sæta, takk fyrir skjáspjallið - alveg yndislegt að sjá þig:)
ég get ekki commentað á færsluna - manni finnst maður vera skítugur að innan af velmegun og reiðin byrjar að blossa - þvílíkt hjálparleysi sem fólkið býr við - það er ekki hægt að ímynda sér brot af því.
ég vona og veit að þið hafið notið gærdagsins og dagsins í dag í fríinu- heyrumst von bráðar, bæjó sæta

kveðja
Hrafnhildur

Unknown said...

..orðlaus