1. vika - VEIKINDI (astmi, heilahimnubólga, botnlangabólga, hjartaáfall og heilablóðfall, flogaveiki og bráðaofnæmi)
MEIÐSLI (bit og stungur, sólstingur, ofkæling, tognun, beinbrot og mænuáverkar)
2. vika - BLÆÐING OG SJOKK (innvortis/útvortis, blóðnasir, skurðir, sáraumbúnaður, alvarlegur blóðmissir og sjokk)
BRUNASÁR (yfirborðs/hluta/fullþykktar bruni, mat á bruna og meðferð)
3. vika - LÆST HLIÐARLEGA (mat á meðvitund og öndun og hliðarlega fyrir fullorðna, börn og smábörn)
ENDURLÍFGUN (mat á meðvitund og öndun og endurlífgun fullorðinna, barna og smábarna)
KÖFNUN (mat á alvarleika og meðferð fullorðinna, barna og smábarna)
4. vika - MEÐGANGA (eðlilegur vöxtur og þroski fósturs á hverju tímabili, næring og mataræði á meðgöngu)
FÆÐING (undirbúningur, hríðir, vandkvæði og bráðafæðing)
Ég hef sett mér það markmið að vera búin með fræðilega hlutann fyrir næsta mánudag þannig að ég geti komið því í hendur þýðanda. Þegar hann er svo búinn að koma þessu yfir á arabísku þurfum við að fara með leiðbeiningarnar til prentara sem sér um að láta þetta líta vel út. En það kostar peninga að prenta út bæklingana og okkur langar helst að prenta hann út í 500-1000 eintökum svo að þeir dugi eitthvað. Mér skilst samt að það sé ekkert sérlega dýrt að prenta og binda svona bækling hér þannig að það ætti ekki að vera vandamál að afla peninga til þess.
Svo vantar mig túlka. Reyndar ætlaði Mohammed að vera einhver skipti með mér en það þykir víst ekki við hæfi hérna að hann túlki meðgöngu og fæðingar hlutann þannig að mig vantar kvenkyns túlk.
Þetta reddast...
4 comments:
Elsku Anna
Mikið er ég stoltur af þér Anna mín og ert að vinna gott starf.
Svo ertu svo vel máli farin!
Pabbi
Takk Pabbi minn
Luv jú
Hæ Anna!
Sveinn Rúnar lak heimasíðunni á email listann, gaman að fá að fylgjast með. Ég er í þvílíku nostalgíukasti núna. Og öfunda þig rosalega.
Gangi þér vel með námskeiðið og allt saman!
Kveðja
Ester (palestínufari)
nkl, þetta reddast - afrábært hvað er vel tekið í allar hugmyndirnar þínar - þessi bæklingur verður heldur betur afrek fyrir sig og ég hlakka til að sjá afraksturinn - þú ert svo mikill nagli. sakna þín á íslandi og hlakka til að fá þig heim - heyrumst fljótt
Post a Comment