Wednesday, June 18, 2008

Íslendingafélagið í Nablus (ÍN)


Íslendingafélagið hérna í Nablus kom saman í gær og hélt upp á 64 ára sjálfstæði Íslands. Að félaginu standa fjórir ungir Íslendingar sem hafa, þrátt fyrir yndislega dvöl í Palestínu, ekki gleymt sínu fagra föðurlandi.
Palestínkur vinur okkar frétti af afmæli lýðveldisins (frá okkur Íslendingunum) og tók ekki annað í mál en haldið yrði upp á afmælisdaginn. Hann eldaði fyrir okkur alveg rosalega góðan lambakjötsrétt, 20x30 cm íslenskur fáni (sem Björgin mín gaf mér) var dreginn að hún (Einar hengdi hann upp með tannþræði á ljóskrónu við útidyrnar) og við spiluðum íslenska tónlist úr tölvunni minni (og europop sem palestínski strákurinn kom með...þorðum ekki annað).
Já þetta var ágætis kvöldstund hjá okkur Íslendingunum.

Annars er það að frétta að ég er búin að vera á fullu að skrifa skyndihjálparbæklinginn og er að fara kenna fólki á mínum aldri ensku. Ég tek við bekknum af öðrum kennara hér hjá Project Hope of fer með honum á eftir að kynnast þeim. Seinna í dag kenni ég svo bekknum hans Abe í forföllum og hef hugsað mér að tala bara aðeins um Ísland og Íslendinga en sé svo bara til með hinar 85 mínúturnar. Næsta skyndihjálparnámskeið hefst svo á þriðjudaginn.
Um helgina ætlum við strákarnir, eða bara ég, með öðrum frá Project Hope til Ramallah og svo er ég að spá að fara jafnvel alla leið til Haifa, en þar fer fram ráðstefna um framtíð Ísraels og Palestínu. Mig er líka farið að dauðlanga að spranga um á sundfötunum á ströndinni og synda í sjónum í stað þess að vera í tvöföldum síðerma bol og síðbuxum í þessum brjálæðis hita. Held af Haifa sé málið, vera þar á föstudag, laugardag, sunnudag og koma heim á mánudaginn.
Sjáum til...

5 comments:

Anonymous said...

já það er æði að fá að spranga um á sundfötunum og aðeins jafna farið :)
kv. Steinunn

krummaloa said...

já ströndin - mér lýst vel á það - nálægt gaza nei takk - megahiti þar á bæ þessa vikuna - spenna fyrir vopnahléið - sprengjur og vægðaleysi. þvílík vitleysa að lesa þetta í fréttum hérna - glötuð fréttamennska svo ekki sé meira sagt.
Ekki kæfa þig í vinnu - þetta er þegar þvílíkt flott sem þú ert búin að gera - hlakka til að sjá bæklinginn - gangi þér mega vel, þú færð senda hugarorku frá íslandi!:)
knús Hrafnhildur

Anonymous said...

Hljómar æðislega Anna mín.
Ætlum við svo ekki að djamma í Tel-Aviv og spranga um í Petru?
Sé þig i Jerúsalem á fimmtudaginn!

Anonymous said...

Sæl elsku Anna mín, fékk leyfi hjá mömmu þinni til að kíkja á bloggið þitt, þú ert greinilega að gera ótrúlega fína hluti og mér finnst þú rosalega klár. Þessi tími verður þér örugglega einn af þínum lærdómsríkustu. Gættu þín vel.
Bestu kveðjur frá Rögnu frænku þinni í Reyðarkvísl.

Anonymous said...

Gaman að fylgjast með ykkur Yousef.

kveðja
Íris